Gudmunda Emilsdottir
ROKA LONDON BAKPOKAR
Roka – allstaðar
Við höfum oft fengið spurninguna hvort Roka sé íslenskt og standi fyrir hið alíslenska rok. Það er hins vegar ekki svo en bakpokarnir koma frá London. Nafnið er dregið af hönnuðunum sjálfum en þau heita Emma Rosenberg og Brett Katz. Þess má til gamans geta að Emma og Brett eru hjón.
ROKA = ROsenberg + KAtz
Við fluttum fyrsta bakpokann inn árið 2016 eftir að hafa komist í samband við þau hjón og vorum þeirra fyrsti umboðsaðili á heimsvísu. Síðan þá hefur Roka vaxið jafnt og þétt og eru nú fáanlegir víða.

Hver er þinn Roka og hvað þarftu frá honum? Litríkir alhliða bakpokar sem þjóna þínum þörfum.
Bakpokarnir koma með hinum ýmsu hólfum og útbúnaði sem tryggir að Roka á svar við öllum þínum þörfum. Hvort þú ert ungur eða gamall, býrð í borg eða bæ, eða ert inni- eða útitýpan. Eitt af sérkennum Roka er litaúrvalið en allir ættu að geta fundið sér lit sem hentar sínum stíl.
Roka getur komið með þér í skóla eða vinnu, útivist eða íþróttir, borgar- eða sólarferð. Emma, Brett og allt þeirra frábæra starfsfólk starfar eftir góðum gildum, í sátt við náttúru og umhverfi, en allir bakpokarnir eru
· Vatnsheldir
· Stílhreinir
· Umhverfisvænir
· Vegan
· Endingargóðir
Hvernig finn ég minn Roka?
Margir koma til okkar ákveðnir í að kaupa sér bakpoka og enda á miklum heilabrotum þegar á hólminn er kominn. Ég segi fólki yfirleitt að byrja á að velja sér týpu, síðan lit.
Þegar kemur að týpunum er valið milli, Bantry, Canfield eða Finchley:
Bantry er með rennilásinn ofan á pokanum og vegan leðuról að framan sem brýtur útlitið á honum skemmtilega upp. Bantry er fyrir þá sem velja útlit fremur en notagildi.

Canfield er með rennt afturhólf og smellur yfir rennilásinn. Canfield er einfaldari að sjá en Bantry en bætir að auki við sig hólfi fyrir flösku eða brúsa.

Finchley er örlítið stærri en hinir tveir, í grunninn er hann líkari Canfield en efnið í Finchley er gert úr endurunnum plastflöskum.

Verið velkomin í Bæjarbúð að velja ykkar Roka en ásamt okkur eru eftirfarandi söluaðilar:
- Bakkabúð Djúpavogi
- Gullfoss Café
- Tösku og Hanskabúðin
- Kram Stykkishólmi
- Motivo Selfossi
- Hús Handanna Egilsstöðum